Felur bumbuna í víðum kjólum

Boris og Carrie Johnson eiga von á sínu öðru barni …
Boris og Carrie Johnson eiga von á sínu öðru barni saman. Carrie klæðist hér víðum rauðum kjól. AFP

Carrie Johnson, eiginkona Boris Johnsons, er ekki að flagga óléttubumbunni þessa dagana. Frú Johnson á von á sínu öðru barni með forsætisráðherra Bretlands. Barnið verður hins vegar sjöunda barn forsætisráðherrans sem hefur verið duglegur að fjölga sér. 

Frú Johnson fylgdi eiginmanni sínum á ráðstefnu Íhaldsflokksins í Manchester í dag. Lítið bar á óléttunni en hún klæddist eldrauðum kjól frá breska merkinu Cabbages & Roses. 

Lítið fór fyrir stækkandi kúlu Carrie Johnson í rauða kjólnum.
Lítið fór fyrir stækkandi kúlu Carrie Johnson í rauða kjólnum. AFP

Það sama var upp á teningnum í gær en þá klæddist frú Johnson bláum síðum kjól í svipuðu sniði. Hvort Johnson er að reyna að fela óléttukúluna eða einfaldlega kaupa óléttuföt sem endast alla meðgönguna skal látið ósagt. 

Carrie Johnson í bláum víðum kjól.
Carrie Johnson í bláum víðum kjól. AFP

Hjónin giftu sig í maí en í sumar greindi frú Johnson frá því að þau ættu von á öðru barni sínu um jólin. Sagðist hún jafnframt vera þakklát en um leið stressuð eftir fósturlát í byrjun árs. „Frjósemisvandamál geta verið mjög erfið, sérstaklega á miðlum eins og Instagram þar sem allt virðist ganga vel,“ skrifaði Johnson í sumar og sagði að sér hefði liðið betur að heyra sögur annarra. Vonaði hún að hennar saga gæti hjálpað öðrum.

mbl.is