Stelpa á leiðinni hjá Pöttru og Theódór

Pattra og Theódór Elmar eiga von á dóttur.
Pattra og Theódór Elmar eiga von á dóttur.

Tískubloggarinn Pattra Sriyanonge og fót­boltamaður­inn Theó­dór Elm­ar Bjarna­son eiga von á lítilli stúlku. Þau tilkynntu kynið á ófæddu barni sínu á samfélagsmiðlum í gær. 

Fyrir eiga þau soninn Atlas Aron sem verður fimm ára á þessu ári. Von er á litlu systur 1. mars á næsta ári en Pattra er gengin 19 vikur. 

Pattra er blogg­ari á vefn­um Trend­net og fjall­ar þar um tísku og út­lit. Theó­dór Elm­ar spil­ar um þess­ar mund­ir með liði KR en hann kom heim á árinu eft­ir 17 ár í at­vinnu­mennsku er­lend­is.

Barnavefurinn óskar þeim innilega til hamingju!

View this post on Instagram

A post shared by Pattra S (@trendpattra)

mbl.is