Synir Britney óþekkjanlegir á nýrri mynd

Jayden James Federline og Sean Preston Federline. Á milli þeirra …
Jayden James Federline og Sean Preston Federline. Á milli þeirra er Eddie Morales sem birti myndina á Instagram.

Synir söngkonunnar Britney Spears og fyrrverandi eiginmanns hennar, Kevins Federlines, eru að verða fullorðnir. Þeir birtast sjaldan á samfélagsmiðlum en í vikunni birtust myndir af þeim Sean Preston Federline 16 ára og Jayden James Federline 15 ára á Instagram. 

Eddie Morales, framkvæmdastjóri Movision Entertainment, birti myndir af bræðrunum og kallaði bræðurna frændur sína. Faðir drengjanna var greinilega með í heimsókninni. Auk þess sem Morales birti mynd af sér með bræðrunum birti hann myndskeið af Jayden spila á píanó og augljóst að hann hefur erft tónlistarhæfileika móður sinnar. 

Synir Spears dvelja töluvert meira hjá föður sínum en móður, sem berst núna fyrir meira frelsi. Í lok september var faðir stjörnunnar, Jamie Spe­ars, sviptur for­ræði yfir dóttur sinni en dóm­ari skipaði nýj­an for­ráðamann sem Brit­ney Spears valdi sjálf. 

mbl.is