Sýnir bumbuna í óvenjulegum óléttufötum

Kylie Jenner birti óléttumyndir af sér í rauða dressinu á …
Kylie Jenner birti óléttumyndir af sér í rauða dressinu á Instagram. Samsett mynd

Athafnakonan og fyrrverandi raunveruleikastjarnan Kylie Jenner á von á sínu öðru barni. Hún klæddi sig upp á dögunum í óvenjulegan og þröngan samfesting sem gerði myndarlega óléttukúluna sýnilega. 

Eldrauði samfestingurinn er óvenjulegur enda með áföstum hælaskóm og hönskum. Utan yfir var hún í kápu í sama lit. Hún birti myndir af sér í fötunum á Instagram-síðu sinni og merkti fatahönnuðinn Richard Quinn. Jenner minnti töluvert á stóru systur sína Kim Kardashian þegar Kardashian klæddist svipuðum fötum á Met Gala-viðburðinum í september. Föt Kardashian voru hins vegar svört og frá tískumerkinu Balenciaga. 

Kim Kardashian í öllu svörtu.
Kim Kardashian í öllu svörtu. AFP

Heimsbyggðin fær að fylgjast með meðgöngunni ólíkt því þegar Jenner gekk með sitt fyrsta barn. Jenner sem er aðeins 24 ára staðfesti í byrjun september að hún ætti von á sínu öðru barni með barnsföður sínum Travis Scott en þau hafa verið sundur og saman síðan dóttir þeirra Stormi kom í heiminn í febrúar 2018. 

View this post on Instagram

A post shared by Kylie 🤍 (@kyliejenner)

mbl.is