Uppeldismistök Amal og Goerge Clooney

Amal Clooney og George Clooney eiga tvö börn.
Amal Clooney og George Clooney eiga tvö börn. AFP

Hjónin Amal og George Clooney eiga tvíbura sem eru fjögurra ára. Þrátt fyrir að gera margt rétt efast hann um þá ákvörðun að leyfa börnum sínum að læra tungumál sem hann talar ekki fullkomlega. 

„Þau tala reiprennandi ítölsku en ekki ég og Amal,“ sagði sagði Hollywoodstjarnan í viðtali á vef E!. Clooney gaf síðan í skyn að það hlyti að teljast galli af þeirra hálfu að hvetja börnin sín til þess að tala annað tungumál en þau gera.

Aðspurður út í kórónuveirufaraldurinn og áhrifin á börnin sagði stjarnan í viðtali við ET að börnin væru það ung að þau hefðu ekki fengið að finna fyrir áhrifunum. Hann hefði til að mynda ekki þurft að kenna þeim stærðfræði. Mannréttindalögfræðingurinn sagði eiginmann sinn þó hafa reynt að miðla þekkingu sinni. 

„Núna er hann aðallega að kenna þeim hrekki,“ skaut frú Clooney þá inn í. „Við sjáum til hvort það breytist.“ George Clooney vildi þó meina að hrekkir gætu komið að góðum notum seinna meir.

Hjónin Amal og George Clooney.
Hjónin Amal og George Clooney. AFP
mbl.is