Katla er ólétt annað árið í röð

Katla Hreiðarsdóttir á von á barni.
Katla Hreiðarsdóttir á von á barni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Katla Hreiðars­dótt­ir, fata­hönnuður og eig­andi versl­un­ar­inn­ar Syst­ur og mak­ar, á von á sínu öðru barni með eiginmanni sínum Hauki Unn­ari Þorkels­syni. Katla og Haukur eignuðust barn í október í fyrra. 

Katla greindi frá meðgöngunni á Instagram um helgina. „Þetta krútt er að eignast systkini í lok mars/byrjun apríl, sem þýðir að mamman er núna ólétt annað árið í röð,“ skrifaði Katla og birti mynd af syni sínum með sónarmyndir í ramma. 

Katla vakti mikla athygli í október í fyrra þegar hún sýndi frá fæðingunni á Instagram. Katla greindi frá því í viðtali við barnavef mbl.is að hún hefði misst fóstur nokkrum sinnum áður en hún varð ólétt að syni sínum en nú virðist lukkan heldur betur vera með henni í liði.

mbl.is