Sjá um börnin sín sjálf

Harry og Meghan með Archie þegar hann var nýfæddur árið …
Harry og Meghan með Archie þegar hann var nýfæddur árið 2019. AFP

Achie Harrison, tveggja ára gamall sonur Harrys Bretaprins og Meghan hertogaynju, þroskast hratt enda orðinn stóri bróðir. Heimildarmaður Us Weekly segir fjölskyldulífið ganga vel og Archie sé yndislegur. 

Hertogahjónin af Sussex eru himinlifandi með fjölskylduna sína og Harry sagður mjög umhyggjusamur faðir. Archie sem er tveggja ára er að verða mjög sjálfstæður en Lilibet Díana fæddist í júní. 

„Sussex-hjónin eru með barnfóstrur sem þau geta hringt í þegar mikið er að gera en þau sjá mikið um börnin sín sjálf,“ sagði heimildarmaður sem þekkir til og segir þau reyna að komast hjá því að ráða fólk. 

„Það er að mörgu leyti léttara með Lili, jafnvel þótt þetta sé tæknilega helmingi meiri vinna, af því að þau hafa getað nýtt sér ýmsa tækni sem þau lærðu með Archie og sjá um að gefa þeim að borða og baða án vandræða.“

Hertogahjónin af Sussuex Meghan og Harry.
Hertogahjónin af Sussuex Meghan og Harry. AFP
mbl.is