Eignuðust tvö börn á 12 mánuðum

Usher.
Usher. AFP

Tónlistarmaðurinn Usher á orðið fjögur börn. Hann og kærasta hans, Jenn Goicoechea, eignuðust saman soninn Sire Castrello Raymond sem kom í heiminn hinn 29. september. 

Kærustuparið hefur verið duglegt að fjölga sér en aðeins er ár síðan dóttir þeirra kom í heiminn. Hún hlaut nafnið Sovereign Bo. Fyrir á Usher börnin Naviyd Ely 12 ára og Usher V 13 ára.

„Hæ, ég heitir Sire Castrello Raymond. Ég er nýjasta viðbótin við Raymond-gengið,“ skrifaði Usher við mynd af syni sínum á Instagram. Hann birti nærmynd af litlum og sætum munni. 

View this post on Instagram

A post shared by Usher (@usher)

mbl.is