James Bay orðinn pabbi

James Bay tekur við föðurhlutverkinu í fyrsta sinn.
James Bay tekur við föðurhlutverkinu í fyrsta sinn. Skjáskot/Instagram

Enski poppsöngvarinn James Bay og kærasta hans til tæplega 15 ára, Lucy Smith, eignuðust sitt fyrsta barn saman nú á dögunum. 

Fæddist þeim stúlkubarn sem hefur fengið nafnið Ada Violet. Söngvarinn deildi sætri pabbamynd af sér fyrr í vikunni þar sem hann hélt á nýfæddri dóttur sinni og stoltið skein úr augum hans. 

„Eftir öll þessi ár saman sem tveggja manna fjölskylda erum við svo spennt yfir því að vera loksins orðin þrjú,“ skrifaði hann við myndina. „Í síðustu viku fæddi Lu [Lucy Smith] okkar fyrsta barn, Ödu Violet Bay. Við erum svo ástfangin og full af þakklæti og gleði yfir þessu litla kraftaverki í lífi okkar,“ sagði hann með einlægum hætti svo skynja mátti stoltið og hamingjuna sem fjölskyldan upplifir á þessum tímamótum.

View this post on Instagram

A post shared by James Bay (@jamesbaymusic)

mbl.is