Mætti með dóttur sína upp á arminn

Seal ásamt dóttur sinni Leni Klum.
Seal ásamt dóttur sinni Leni Klum. AFP

Svo virðist sem Seal haldi góðu sambandi við börn sín eftir skilnað sinn við ofurfyrirsætuna Heidi Klum. Hann mætti á frumsýningu netflixmyndarinnar The Harder They Fall með dóttur sinni Leni Klum sem er sautján ára og vel fór á með þeim. 

Seal ættleiddi Leni fljótlega eftir að hann giftist Klum árið 2005 en samtals eiga Seal og Klum fjögur börn saman. Þau skildu árið 2014 og hafa ekki verið á eitt sátt um forræði barnanna. Seal hefur til að mynda barist gegn því að Klum ferðist mikið með börnin meðan á heimsfaraldrinum stendur. Klum hefur hins vegar sagt að samvera Seals með börnunum sé í besta falli tilviljunarkennd.

Leni Klum fetar nú sín fyrstu skref sem fyrirsæta og hefur móðir hennar lýst talsverðum áhyggjum. „Mér fannst hún of ung en hún er komin með ökuskírteini. Fyrst maður má keyra þá hlýtur að vera í lagi að gerast fyrirsæta. Kona þarf að vera sterk til þess að standast álagið innan geirans og ég tel að hún hafi allt sem til þarf,“ sagði Klum í viðtali.

Leni Olumi Klum hefur verið að gera góða hluti sem …
Leni Olumi Klum hefur verið að gera góða hluti sem fyrirsæta. Hún á ekki langt að sækja hæfileikana en móðir hennar er Heidi Klum. AFP
Feðginin voru glæsileg á frumsýningu.
Feðginin voru glæsileg á frumsýningu. AFP
Heidi Klum og Seal meðan allt lék í lyndi.
Heidi Klum og Seal meðan allt lék í lyndi. AFP
mbl.is