Eignuðust tvíbura með aðstoð staðgöngumóður

Lance Bass og Michael Turchin eignuðust tvíbura.
Lance Bass og Michael Turchin eignuðust tvíbura. Instagram

Lance Bass, fyrr­ver­andi meðlim­ur stráka­sveit­ar­inn­ar NSYNC, og eig­in­maður hans, Michael Turchin, eru orðnir feður eftir langa bið. Hjónin eignuðust tvíbura hinn 13. október með aðstoð staðgöngumóður. 

Lítill drengur og lítil stúlka komu í heiminn og hafa þau fengið nöfnin Violet og Alexander. 

Hinir stoltu feður deildu myndum af fæðingarvottorðum tvíburanna þar sem sjá mátti fótsporin þeirra stimpluð á skjalið. 

„Litlu drekaungarnir eru komnir. Get ekki lýst því hversu mikla ást ég finn fyrir núna. Takk fyrir allar kveðjurnar. Þær skipta miklu máli. En að máli málanna, hvernig skiptir maður um bleyju?,“ skrifaði Bass á Instagram.

View this post on Instagram

A post shared by Lance Bass (@lancebass)

mbl.is