Lilibet verði ekki skírð á Englandi

Hertogahjónin af Sussuex Meghan og Harry ætla ekki að láta …
Hertogahjónin af Sussuex Meghan og Harry ætla ekki að láta skíra dóttur sína Lilibet inn í ensku biskupakirkjuna. AFP

Harry Bretaprins og Meghan hertogaynja munu ekki ferðast með dóttur sína Lilibet til Bretlands til að láta skíra hana í enskri kirkju. 

Vonir stóðu til að hertogahjónin myndu fljúga með alla fjölskylduna til Bretlands og sú stutta yrði skírð í Windsor-kastala líkt og önnur börn í fjölskyldunni. Heimildamaður hins breska Telegraph segir hins vegar að svo verði ekki. 

Harry og Meghan skírðu son sinn Arhcie í Windsor sumarið eftir að hann fæddist.

Annar heimildamaður Telegraph segir að þau muni að öllum líkindum láta skíra dóttur sína í lítilli athöfn nálægt heimili sínu í Montecito í Kaliforníu. Skírn utan ensku biskupakirkjunnar þýðir að Lilibet yrði ekki sjálfkrafa meðlimur í kirkjunni, þrátt fyrir að langamma hennar sé verndari kirkjunnar og hennar æðsti yfirmaður. 

Lilibet litla heitir eftir langömmu sinni Elísabet II Bretadrottningar. Þær nöfnur hafa þó ekki enn hist og eru margir farnir að hafa áhyggjur af því að þær nái ekki að hittast vegna þess hve gömul sú eldri er orðin. 

Þá greindu frá því hertogahjónin að ekki stæði til að fljúga heim til Englands á næstunni en þau hafa afboðað sig í partí til heiðurs móður Harrys, Díönu prinessu, sem bróðir hans Vilhjálmur Bretaprins og eiginkona hans Katrín hertogaynja hafa skipulagt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert