Á von á sínu fyrsta barni 42 ára

Tónlistarkonan Eve á von á barni.
Tónlistarkonan Eve á von á barni. Skjáskot/Instagram

Rappkonan Eve á von á sínu fyrsta barni með eiginmanni sínum Maximillion Cooper. Stjarnan greindi frá væntanlegum erfingja á Instgram og sagði þau hjónin hafa beðið lengi eftir barni. 

„Þið vitið öll hvað við höfum beðið lengi eftir þessari blessun!!! Við fáum að hitta litlu mannveruna okkar í febrúar 2022,“ skrifaði Eve á Instagram. Hún merkti eiginmann sinn í færsluna og spurði hvort hann tryði því að þau gætu loksins sagt öllum fréttirnar. 

Eve sem verður 43 ára í næsta mánuði á ekki börn fyrir en Cooper á fjögur börn úr fyrra hjónabandi. Hjónin byrjuðu saman árið 2010 gengu í hjónaband fjórum árum seinna. 

mbl.is