Hlúir að sjálfsmynd dóttur sinnar

Mæðgurnar True og Khloé Kardashian.
Mæðgurnar True og Khloé Kardashian.

Khloé Kardashian leggur sig alla fram um að hlúa að sterkri sjálfsmynd dóttur sinnar sem er þriggja ára. Sjálf hefur Kardashian átt erfitt með eigin sjálfsmynd og þurft að þola mikla fitusmánun í gegnum tíðina.

Velur rétt lýsingarorð

„Ég hef átt í erfiðu sambandi við mat,“ segir raunveruleikastjarnan í samtali við tímaritið Health. „Það var engin ein manneskja þar að baki, ég held að það var samfélagið í heild sinni eða hvernig fólk gagnrýndi líkama minn. Ég leik ekki með þegar kemur að True. Hún er mjög hávaxin og fólk segir alltaf að hún sé svo stór. Ég leiðrétti það og segi að hún sé hávaxin. Ég passa upp á að valin séu rétt lýsingarorð. Ég veit hvað fólk meinar en ég vil ekki að barnið mitt misskilji neitt.“

Át tilfinningar sínar

„Þegar ég var yngri og var leið þá borðaði ég. Ég borðaði tilfinningar mínar. Svo hataði ég hvernig mér leið eftir á. Ég var næstum því að refsa mér fyrir að borða of mikið eða fyrir að fá mér snakk. Þetta varð ákveðin þráhyggja. Ég hafði reynt alla megrunarkúra sem finnast undir sólinni. Þess vegna sveiflaðist þyngdin mín svona mikið. Ég var alltaf að reyna að finna skyndilausn.“

Bætti við fleiri heilbrigðum venjum

„Þegar ég byrjaði að stunda líkamsrækt þá ákvað ég um leið að gera ákveðnar lífsstílsbreytingar. Ég tók margar litlar ákvarðanir. Eina vikuna ákvað ég að gera aðeins eina breytingu, taka út allan sykur. Svo ákvað ég að gera það í mánuð. Svo fór ég að reyna smátt og smátt að bæta við fleiri heilbrigðum venjum.“

Khloé hefur áður tjáð sig um erfiðleika sína hvað sjálfsmynd hennar varðar. Ekki er langt síðan það birtist mynd af henni ótilhafðri á sundfötum, án þess að átt hefði verið við myndina. Uppi varð fótur og fit í herbúðum Kardashian-fjölskyldunnar og öll vopn beitt til að myndin hyrfi úr netheimum. 

„Þegar þú ert mann­eskja sem hef­ur glímt við slæma sjálfs­mynd alla ævi og ein­hver tek­ur mynd af þér sem þér finnst ekki fal­leg, er í slæmu ljósi eða lík­am­inn þinn lít­ur ekki vel út á henni og end­ur­spegl­ar ekki alla vinn­una sem þú hef­ur lagt í hann, þegar þessi ein­hver birt­ir þessa mynd, þá ætt­ir þú að hafa all­an rétt á því að biðja um að láta ekki deila þeirri mynd, sama hver þú ert,“ sagði Kar­dashi­an.

mbl.is