Milla og Einar eiga von á barni

Milla Ósk Magnúsdóttir og Einar Þorsteinsson eiga von á barni.
Milla Ósk Magnúsdóttir og Einar Þorsteinsson eiga von á barni. mbl.is/Elsa Katrín Ólafsdóttir

Milla Ósk Magnúsdóttir, aðstoðarmaður mennta- og menningarmálaráðherra, og Einar Þorsteinsson, fréttamaður hjá Ríkisútvarpinu, eiga von á barni saman. Parið greindi frá gleðifréttunum á samfélagsmiðlum um helgina. 

Milla og Einar fóru saman á árshátíð Ríkisútvarpsins um helgina og skrifaði Milla undir mynd af þeim að þau væru þrjú saman á leið á árshátíðina.

Milla og Einar giftu sig á síðasta ári eftir nokkurra ára samband. Þetta er fyrsta barn þeirra saman en hann á tvær dætur úr fyrra hjónabandi. 

Barnavefurinn óskar þeim innilega til hamingju!

mbl.is