Keypti fokdýran barnavagn

Rapparahjónin virðast vera hamingjusöm um þessar mundir.
Rapparahjónin virðast vera hamingjusöm um þessar mundir. AFP

Tónlistarkonan Cardi B hefur varla undan að taka á móti gjöfum frá eiginmanni sínum, rapparanum Offset, þessa dagana. Birti hún myndskeið á Instagram í vikunni þar sem hún sýndi litríkan og leðurklæddan barnavagn sem hann hafði látið sérhanna fyrir hana og mánaðargamlan son þeirra.

Það virðist ekkert lát vera á örlæti rapparans um þessar mundir en í síðustu viku gaf hann eiginkonu sinni í 29 ára afmælisgjöf fokdýrt lúxussumarhús í Dóminíska lýðveldinu.

Cardi B var yfir sig hrifin af barnavagninum ef marka má myndskeiðið. Tegundin er í grunninn Bugaboo FIX 2, en það er einmitt tegund sem margar íslenskar mæður hafa fallið fyrir og valið fyrir sín ungbörn.

Vagnstykkið sem Offet valdi fyrir son sinn er sérhannað og gert úr ekta leðri í formi krossa í öllum regnbogans litum. Var það sérhannað af Chrome Hearts sem er þekkt fyrir óaðfinnanlega hönnun og hágæðavörur sem allar eru framleiddar úr ekta hráefnum á borð við gull, silfur, demanta og leður. Krossar og hestaskeifur eru einkennismerki Chrome Hearts og því eru dekkjafelgur kerrunnar skreyttar með slíkum formum, að sjálfsögðu úr ekta silfri.

„Guð minn góður! Þetta er besta gjöf í heimi!“ skrifaði hamingjusöm Cardi B við myndskeiðið. „Þetta er það sætasta sem ég hef séð. Þú ert bestur, Offset. Ég er svo hamingjusöm að mig langar að grenja.“

View this post on Instagram

A post shared by Cardi B (@iamcardib)


   

mbl.is