Vill að börnin séu mikið úti

Gisele Bundchen elskar að vera úti í náttúrunni og segir …
Gisele Bundchen elskar að vera úti í náttúrunni og segir það gott fyrir heilsuna.

Gisele Bündchen leggur mikla áherslu á útiveru í uppeldi barna sinna. Bündchen á 8 ára dóttur, 11 ára son og 14 ára stjúpson með íþróttahetjunni Tom Brady.

Nýlega birti hún mynd af sér og börnunum úti í náttúrunni og hvatti aðra foreldra til þess að verja tíma með börnunum utandyra.

„Hvað með að verja tíma með börnunum utandyra? Fara í lautarferð eða skapa lítinn náttúrustað heima í garðinum? Náttúran hefur góð áhrif á heilsu og velferð barna og okkar allra. Förum út og endurhlöðum sálina með orkunni sem stafar frá náttúrunni.“

View this post on Instagram

A post shared by Gisele Bündchen (@gisele)Gisele ásamt Tom Brady og börnunum þeirra.
Gisele ásamt Tom Brady og börnunum þeirra. Skjáskot/Instagram
mbl.is