Enn annað leynibarn fæddist í Hollywood

Jessica Barden fæddi barn á þessu ári.
Jessica Barden fæddi barn á þessu ári. Skjáskot/Instagram

Leikkonan Jessica Barden, sem fer með hlutverk í þáttunum End of the F***ing World eignaðist barn á dögunum. Þessu greindi Barden frá á samfélagsmiðlum í vikunni og sagðist elska að vera mamma einhvers. 

Barden, sem getið hefur af sér gott orð í bresku gaman þáttunum, greindi ekki frá því af hvaða kyni barnið væri né nafn þess. 

„Ef ég svaraði ykkur ekki og ykkur fannst ég vera forðast ykkur, þá var það af því að ég var ólétt allt þetta ár. Þakkir til allra þeirra sem ég vann með í Ástralíu, ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið að vinna ólétt og ég hefði ekki geta gert það án stuðnings frá ykkur öllu. Ég elska að vera mamma einhvers,“ skrifaði leikkonan og bætti við að hún myndi aldrei birta myndir af barninu sínu á Instagram. 

mbl.is