Alltaf hætt við skilnað barnanna vegna

Tori Spelling og Dean McDermott.
Tori Spelling og Dean McDermott. Getty Images

Miklar sögusagnir hafa verið í gangi um að hjónaband Tori Spelling og Dean McDermott standi á brauðfótum. 

Nú segja heimildarmenn að Spelling hafi margoft verið nálægt því að yfirgefa hann en alltaf hætt við til þess að vernda börnin en hjónin eiga fimm börn saman á aldrinum 4 til 14 ára.

Nú virðist vera komið að ákveðnum tímamótum hjá parinu en Spelling sást fyrir utan skrifstofu lögfræðings um daginn með hendur fullar af skjölum. 

Vinir Spelling hafa beðið í fleiri ár eftir að Spelling taki loks af skarið og segi skilið við eiginmanninn til 15 ára. Hann sé ekki í uppáhaldi hjá vinunum. 

Fyrr á þessu ári greindi Spelling frá því að þau svæfu ekki í sama herbergi. Hún væri með börnunum sínum á nóttunni.

mbl.is