Leyfir engar myndatökur af börnunum

Blake Lively og Ryan Reynolds vilja ekki að blaðaljósmyndarar elti …
Blake Lively og Ryan Reynolds vilja ekki að blaðaljósmyndarar elti börnin þeirra uppi til að taka myndir af þeim. AFP

Leikkonan Blake Lively er síður en svo ánægð með blaðaljósmyndara sem taka myndir af dætrum hennar þremur og leikarans Ryan Reynolds. Leikkonan reiddist stjórnendum Instagram-reiknings á dögunum og skammaði þá fyrir að taka myndir af dætrum hennar. 

Lively og Reyolds eiga þrjár dætur saman, James, Inez og Betty, og hafa aldrei birt myndir af þeim sjálf. Þá hafa þau einnig beðið blaðaljósmyndar og almenning um að láta þær vera. 

„Ég er persónulega búin að láta ykkur vita að þessir menn sitja um og áreita börnin mín. Og þið eruð enn að birta myndir. Þið sögðust ætla að hætta. Þið persónulega lofuðuð mér því,“ skrifaði Lively undir mynd hjá Instagram-reikningnum sem birti mynd frá blaðaljósmyndara. 

Hún sagði reikninginn vera að misnota frægð virkilega ungra barna og að það væri ekki í lagi. Sumum foreldrum fyndist í lagi að birta myndir af börnum sínum, þeim Reynolds fyndist það hins vegar ekki. 

Reikningurinn virðist hafa tekið orð Lively til sín og tók út myndina. Hún þakkaði fylgjendum sínum á Instagram fyrir stuðninginn eftir að hafa beðið þá um að hætta að fylgja reikningnum sem birti myndirnar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert