Paltrow gefur unglingunum sínum kynlífsráð

Gwyneth Paltrow.
Gwyneth Paltrow. AFP

Leikkonan Gwyneth Paltrow á tvo unglinga, 17 og 15 ára, sem þurfa sinn skerf af kynfræðslu. Paltrow telur unglinga ekki vilja tala um kynlíf við foreldra sína og það sama á við um hennar unglinga. 

„Ég held að mín kynslóð hafi fengið skilaboð um kynlíf sem lét okkur líða illa,“ sagði Paltrow í viðtali við ET. Hún reynir því að vera hlutlaus þegar hún ræðir um kynlíf við börnin sín. 

„Ég reyni bara að vera forvitin, unglingar vilja aldrei tala um kynlíf við foreldra sína, aldrei. Ég bara fylgi þeim og sem betur fer fengu þau mjög góða kynfræðslu í skóla. Skólinn sá um hvernig börnin verða til. Svo er ég til staðar fyrir spurningar en spurningarnar eru frekar fáar.“

Paltrow leggur þó áherslu á að börn hennar séu sjálfum sér samkvæm, það sé atriði sem ekki oft sé talað um. Hún segir það geta verið ansi skaðlegt þegar fólk fer ekki eftir eigin tilfinningu í samböndum. „Ég hvet alltaf börnin mín til þess að hlusta á sig, hlusta á innsæið, hlusta á það sem þeim finnst rétt og taka ákvarðanir út frá því.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert