Útilokar ekki fleiri börn með milljarðamæringi

Miranda Kerr á þrjú börn en útilokar ekki að bæta …
Miranda Kerr á þrjú börn en útilokar ekki að bæta fleirum við í framtíðinni. AFP

Ástralska ofurfyrirsætan Miranda Kerr segist vera sátt við að eiga þrjú börn en sé opin fyrir fleirum með núverandi eiginmanni sínum, Evan Spiegel, stofnanda Snapchat. Þetta kemur fram í viðtali við tímaritið Marie Claire. 

„Þetta er klárlega eitthvað sem maðurinn minn hugsar um. Sjálf hef ég alltaf bara viljað eignast þrjá stráka,“ segir Kerr.

„Ég elska að eiga þrjá heilbrigða og hamingjusama stráka. Ég er mjög lánsöm. En hver veit hvað gerist í framtíðinni!“

Kerr á syni sem eru tveggja, þriggja og tíu ára. Elsta soninn á hún með leikaranum Orlando Bloom. Hún segir ríkja gott samband á milli þeirra. „Við erum öll mjög heppin. Okkur líkar öllum vel hverju við annað og njótum félagsskaparins.“

Hjónin eiga saman tvo stráka. Fyrir átti Kerr barn með …
Hjónin eiga saman tvo stráka. Fyrir átti Kerr barn með Orlando Bloom. AFP
mbl.is