Ástrós og Davíð eiga von á barni

Davíð og Ástrós eiga von á barni númer tvö saman.
Davíð og Ástrós eiga von á barni númer tvö saman. Skjáksot/Instagram

Ástrós Rut Sigurðardóttir, frambjóðandi Viðreisnar og fyrrverandi formaður Krafts, og Davíð Örn Hjartarson eiga von á barni. Þetta er annað barn parsins en fyrir á Ástrós eina dóttur og Davíð einn son. Ástrós greindi frá gleðifréttunum á Instagram um helgina. 

„Ástin er alls ráðandi þessa dagana. Ég hef svo sannarlega verið bænheyrð með að fá stóra fjölskyldu, Davíð er að melta þetta,“ skrifaði Ástrós.

Ástrós og Davíð eignuðust sitt fyrsta barn saman í apríl á þessu ári og því verður aðeins ár á milli barnanna, en litla viðbótin á að koma í apríl á næsta ári. 

Ástrós Rut missti eig­in­mann sinn Bjarka Má Sig­valda­son árið 2019 eft­ir langa bar­áttu við krabba­mein. Með Bjarka á hún dótt­ur­ina Emmu Rut. Krabba­meins­bar­átta Bjarka vakti mikla at­hygli og fóru þau Ástrós í fjölda viðtala.

Ástrós skipaði svo 5. sæti á lista Viðreisnar í suðvesturkjördæmi í þingkosningum sem fóru fram í september. 

mbl.is