Dætur Zuckerbergs læra forritun

Dætur Mark Zuckerberg læra að forrita með pabba.
Dætur Mark Zuckerberg læra að forrita með pabba. AFP

Priscilla Chan, eiginkona Marks Zuckerbergs, stofnanda Facebook, segir að dætur þeirra séu strax byrjaðar að læra að forrita. Systurnar, sem eru fjögurra og fimm ára, fá að prófa sig áfram með pabba sínum. 

Chan sagði í viðtali við tímarit Sunday Times að í kvöldrútínunni þeirra væri smá sögustund og smá forritunarstund. 

Pricilla Chan.
Pricilla Chan. Mynd af Facebook síðu Mark Zuckerberg

Chan og Zuckerberg kynntust fyrir 18 árum í Harvard-háskóla. Þau gengu í hjónaband árið 2012. Þau eiga saman dæturnar Maximu og August. 

Chan sagði einnig að þau hefðu reynt að halda kínversku inni á heimilinu en dæturnar væru þó ekki tvítyngdar. Kínversk menning væri þó í hávegum höfð á heimilinu.

mbl.is