Með dæturnar á enn annarri frumsýningu

Zahara, Angelina Jolie og Shiloh.
Zahara, Angelina Jolie og Shiloh. AFP

Leikkonan Angelina Jolie mætti með tveimur dætra sinna, Zahöru og Shiloh, á frumsýningu Eternals í Róm á Ítalíu á sunnudag. Er þetta í þriðja skipti í október sem Jolie með mætir með börn sín á frumsýningu.

Frumsýningin var hluti af kvikmyndahátíðinni í Róm, en Jolie fer með aðalhlutverk í Eternals. 

Af myndunum að dæma skemmtu mægðurnar sér vel á frumsýningunni. Jolie kæddist kjól frá Atelier Versace en hún. Shiloh var einnig í Versace kjól og í litríkum skóm við. Zahara var í hvítum kjól með gylltum borðum. 

Mæðgurnar virust skemmta sér vel á frumsýningunni.
Mæðgurnar virust skemmta sér vel á frumsýningunni. AFP
mbl.is