Eiga þrjár dætur fæddar 25. ágúst

Lammert hjónin með dætur sínar þrjár, sem allar eiga afmæli …
Lammert hjónin með dætur sínar þrjár, sem allar eiga afmæli 25. ágúst.

Dagurinn 25. ágúst er sérstakur dagur í lífi Lammert-fjölskyldunnar sem búsett er í Bandaríkjunum. Allar dætur heimilisins, Sophia, Giuliana og Mia, eiga nefnilega afmæli þann dag. CNN greinir frá. 

Hjónunum Kristin og Nick Lammert fæddist þriðja stúlkan hinn 25. ágúst síðastliðinn og fékk hún nafnið Mia. Þetta er í þriðja skipti á sex árum sem Kristin eyðir 25. ágúst á fæðingarstofunni. Fyrsta dóttir hennar, Sophia, fæddist fyrir sex árum og Giuliana fæddist fyrir þremur árum. 

Lammert, sem í viðtali lýsir sjálfri sér sem skipulagðri konu, sagði í viðtali að hún væri þó ekki svona skipulögð því fæðingardagurinn væri algjör tilviljun. „Þegar þriðja barnið mitt fæddist svo hugsaði ég bara: vá, þetta er orðin undanleg tilviljun,“ sagði Lammert.

Eina sem þau hjónin skipulögðu að sögn Lammert var að hafa þrjú ár á milli barnanna. Þau skipulögðu fæðingardag fyrstu dóttur sinna út frá því að hún myndi fæðast milli sumarfrís og jóla. Með barn númer tvö skipulögðu þau bara að eignast það þremur árum seinna. Með þriðja barnið vildu þau að barnið fæddist eftir 1. september svo það yrði yngst í bekknum sínum. 

Framkalla þurfti fæðingu hjá Lammert í öll skiptin en hún segir að læknar hafi ekki verið að hugsa um hvaða dagur var. 

„Læknarnir mínir voru ekki að fara að koma mér af stað af því dagsetningin hljómaði vel,“ sagði Lammert en hún glímdi við veikindi snemma á öllum meðgöngunum. Þriðja meðgangan var erfiðust. 

Á 10. viku veiktist hún af kórínuveirunni og seinna greindist hún með of háan blóþrýsting. Hún neyddist því til að fæða dóttur sína í heiminn nokkrum vikum fyrr. 

Stóru systur Miu litlu voru mjög ánægðar með afmælisgjörfina frá mömmu og pabba. Þær stefna á að halda afmæli saman í framtíðinni; hvort þau plön eiga eftir að breytast verður þó tíminn að leiða í ljós.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert