Birti mynd af báðum börnunum sínum

True og Prince Thompson, börn körfuboltamannsins Tristan Thompson.
True og Prince Thompson, börn körfuboltamannsins Tristan Thompson. Skjáskot/Instagram

Körfuboltamaðurinn Tristan Thompson birti nýverið mynd af börnum sínum tveimur, True og Prince Thompson. Er þetta í fyrsta skipti í langan tíma sem Thompson birtir mynd af þeim systkinunum saman. 

„Leyfið mér að elska ykkur aðeins meira, á meðan þið eru enn þá svona lítil,“ skrifað Thompson við myndina. Minna hefur farið fyrir Prince litla á Instagram síðu Thompsons en hann birtir reglulega myndir af dóttur sinni.

Prince litli er fjögurra ára og er móðir hans Jordan Craig. True er þriggja ára og er móðir hennar Khloé Kardashian. Thompson og Kardashian hafa byrjað saman og hætt saman undanfarin þrjú ár, en hann hefur verið sakaður um að halda framhjá henni reglulega.

Thompson var á sínum tíma sakaður um að hafa haldið framhjá Craig með Kardashian, á meðan hún var ólétt. Hann hefur hins vegar neitað því og Kardashian sömuleiðis.

mbl.is