Finnur fyrir stöðugri pressu á meðgöngunni

Olivia Munn.
Olivia Munn. AFP

Leikkonan Olivia Munn fyrir mikilli pressu á meðgöngunni að líta vel út og vera fullkomin. Munn, sem er 41 árs, gengur nú með sitt fyrsta barn og hlakkar mikið til að kynnast litlu manneskjunni. 

Munn opnaði sig í útvarpsviðtali við Pop Culture Spotlight With Jessica Shaw og sagði að fyrir meðgönguna hafi hún verið gjörn á að vera hörð við sjálfa sig og rifja upp vandræðaleg og hræðileg augnablik úr lífi sínu. 

„Núna, þegar ég er að hefja þennan nýja kafla í mínu lífi, þegar ég skoða Instagram, sé hvernig fólk býr, hvernig mæður eru, meðgönguföt. Ég á vinkonu, Guð ég elska hana, og hún er með rosalega gott tískuvit og þegar hún vissi að ég væri ólétt hafði hún samband við mig. Ég sagði henni að ég hefði viljað tala við hana því ég þyrfti hjálp með að klæða mig, af því þetta er svo erfitt. 

Ég gúggla til dæmis venjuleg meðgönguföt og það sem kemur upp eru gullfallegar grannar konur með pínu litla kúlu og þær þurfa ekki að hafa fyrir neinu. Þær eru í sömu fötunum, og mér líður alls ekki eins,“ sagði Munn. 

Munn sagði að í gegnum tíðina hafi hún átt mjög erfitt með líkamsímyndina. Þegar hún hóf feril sinn sem leikkona var henni sagt að hún væri of stór fyrir sjónvarp. Þá hóf hún að borða minna. 

„Allar þessar gömlu tilfinningar komu núna upp á meðgöngunni því ég er alltaf að velta því fyrir mér hvernig ég ég get gert þetta rétt. Og ég veit alveg að það er ekki ein rétt leið, ég skil það. En það er mjög erfitt, sérstaklega þegar maður sér svo margar myndir af fullkomnun,“

mbl.is