„Ég er ekki fullkomið foreldri“

Angelina Jolie með börnum sínum Shiloh Jolie-Pitt, Zahara Jolie-Pitt, Vivienne …
Angelina Jolie með börnum sínum Shiloh Jolie-Pitt, Zahara Jolie-Pitt, Vivienne Jolie-Pitt, Maddox Jolie-Pitt og Knox Jolie-Pitt. AFP

„Þau eru frekar frábær,“ segir Hollwyood-stjarnan Angelina Jolie um börnin sín sex í nýju viðtali við People. Óskarsverðlaunaleikkonan á sex börn á aldrinum 13 ára til 20 ára með fyrrverandi eiginmanni sínum Brad Pitt. 

Sex barna móðirin segir að vegna þess að börnin eru svo mörg hafi þau mikil áhrif á hvert annað. Segir hún ekki líta á sig sem stjórnanda í hópnum. „Ég er mjög hreinskilin við börnin mín. Ég er mjög mannleg við börnin mín.“

„Það eru sex mjög sjálfstæðir einstaklingar heima hjá mér. Ég er spennt fyrir mismunandi stigum, tilfinningum og forvitni sem þau upplifa. Af hverju ættum við ekki að vera það?“ sagði Jolie. Hún segir að nauðsynlegt fyrir foreldra að breytast og þroskast ef þeir ætla að styðja almennilega við börnin sín. 

Maddox, Vivienne, Angelina Jolie, Knox, Shiloh og Zahara.
Maddox, Vivienne, Angelina Jolie, Knox, Shiloh og Zahara. AFP

„Ég er ekki fullkomið foreldri á neinn hátt,“ segir hún. „Mér líður á hverjum degi eins og ég sé meðvitaðri um það sem ég gerði ekki rétt. Ég er frekar hörð við sjálfa mig,“ segir Jolie sem spyr sig oft hvort hún hafi gert eitthvað rangt eða sagt eitthvað rangt.

Börnin hafa flest verið afar áberandi undanfarnar vikur á meðan móðir þeirra kynnir nýjustu mynd sína, Eternals. Sonurinn Maddox er 20 ára, Pax er 17 ára, Zahara er 16 ára, Shiloh er 15 ára og tvíburarnir Vivienne og Knox eru 13 ára. Jolie á börnin með fyrrverandi eiginmanni sínum Brad Pitt en kvikmyndastjörnurnar hafa átt í forræðisdeilu síðan þau tilkynntu um skilnað sinn fyrir fimm árum. 

Angelina Jolie ásamt dætrum sínum Zah-ru og Shiloh.
Angelina Jolie ásamt dætrum sínum Zah-ru og Shiloh. AFP
Angelina Jolie og dóttir hennar Zahara Jolie-Pitt.
Angelina Jolie og dóttir hennar Zahara Jolie-Pitt. AFP
mbl.is