Skúli og Gríma nefndu soninn

Skúli Mogensen og Gríma Björg Thorarensen nefndu yngri son sinn …
Skúli Mogensen og Gríma Björg Thorarensen nefndu yngri son sinn Storm Mogensen. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Athafnamaðurinn Skúli Mogensen og innanhússhönnuðurinn Gríma Björg Thorarensen gáfu syni sínum nafn um helgina. Sonurinn fékk nafnið Stormur Mogensen. 

Stormur litli kom í heiminn hinn 14. september síðastliðinn. Hann er annað barn foreldra sinna saman en fyrir eiga þau soninn Jaka Mogensen sem verður tveggja ára í maí á næsta ári. 

Skúli og Gríma hafa haft mikið fyrir stafni fyrir utan það að fjölga mannkyninu. Skúli seldi til dæmis 30 lóðir í Hvammsvík í Hvalfirði hvar þau litla fjölskyldan hafa komið sér vel fyrir. 

Barnavefurinn óskar fjölskyldunni til hamingju með fallegt nafn á litla manninum!

mbl.is