Egill Ploder og Thelma verða foreldrar á nýju ári

Parið greindi frá tíðindunum á samfélagsmiðlum í dag.
Parið greindi frá tíðindunum á samfélagsmiðlum í dag. Ljósmynd/Facebook

Egill Ploder Ottósson, útvarpsmaður og einn stofnenda Áttunnar, og Thelma Gunnarsdóttir eiga von á sínu fyrsta barni. Fréttirnar stóru voru opinberaðar á samfélagsmiðlum Egils í dag.

„2022 verður alvöru ár! Spenntir verðandi foreldrar,“ segir í færslu Egils ásamt hjartalyndistákni.

Egill og Thelma hafa verið kærustupar frá því í menntaskóla, en þau gengu bæði í Verzlunarskóla Íslands á árunum 2010-2014.

Barna­vef­ur­inn ósk­ar þeim inni­lega til ham­ingju!

mbl.is