Getnaðurinn átti sér stað sama kvöld og partíið

Kirsten Dunst og Jesse Plemon.
Kirsten Dunst og Jesse Plemon. AFP

Hollywood­stjörn­urn­ar Kir­sten Dunst og Jesse Plemons eignuðust sitt annað barn í vor. Kórónuveirufaraldurinn var farinn af stað þegar þau ákváðu að eignast sitt annað barn en í viðtali við The Sunday Times segir Dunst frá getnaði yngri sonar síns. 

Dunst var að klára tökur á Nýja-Sjálandi þar sem hún bjó með unnusta sínum og syni. Það tókst að klára myndina þrátt fyrir að það þyrfti að stoppa tökur og byrja þær aftur. Yngri sonurinn varð til sama kvöld og lokapartíið fór fram. „Ég var bara; um leið og þessi mynd er búin þá skulum við reyna að eignast annað barn,“ sagði Dunst.

Leikkonan hætti að gefa brjóst þegar sonur hennar var þriggja mánaða. „Ég hætti eftir þrjá mánuði af því annars gæti ég ekki gert neitt af þessu,“ sagði hún en viðtalið var tekið í London. Á meðan var unnusti hennar heima í Bandaríkjunum með synina tvo. „Ég meina ég er nú þegar með stór brjóst. Geturðu ímyndað þér þau full af mjólk? Ég gæti ekki klætt mig, ég væri alltaf í slopp. En þegar þú hættir, hormónarnir ... þér líður svo illa.“

Kirsten Dunst á tvo syni.
Kirsten Dunst á tvo syni. AFP
mbl.is