Þykir nauðalíkur föður sínum

Feðgarnir saman að brasa í eldhúsinu.
Feðgarnir saman að brasa í eldhúsinu. Skjáskot/Instagram

Stjörnukokkurinn Gordon Ramsay birti saklausa mynd af yngsta syni sínum um liðna helgi á instagramreikningi sínum og allt ætlaði um koll að keyra. Aðdáendur Ramsays áttu ekki orð yfir hversu mikil líkindi eru með honum og syninum, Oscars.

Oscar litli er tveggja ára gamall og er sagður nauðalíkur föður sínum, sérstaklega á umræddri mynd. The Sun greindi frá.

„Í sparifötunum á sunnudegi,“ skrifaði Ramsay við myndafærsluna þar sem sjá mátti Oscar uppáklæddan í sínu fínasta pússi, hvítri skyrtu og rauðri háskólapeysu þar sem skyrtukraginn stóð út úr hálsmálinu. 

Svipurinn á andliti hans er ansi grallaralegur og minnir óneitanlega á föður hans eins og glöggir aðdáendur létu í ljós í skilaboðum fyrir neðan myndina. 

„Í hvert skipti sem ég sé Oscar litla þá sé ég ekkert annað en þig,“ sagði einn aðdáandi. „Ég heyri hann bara segja: ÞETTA ER HRÁTT! Með röddinni þinni.“

View this post on Instagram

A post shared by Gordon Ramsay (@gordongram)


  

mbl.is