Fallegt að sjá bumbuna í kynlífi

Jeannie Mai og Jeezy.
Jeannie Mai og Jeezy. Skjáskot/Instagram

Fjölmiðlastjarnan Jeannie Mai og rapparinn Jeezy sögðu frá því fyrir skemmstu að þau ættu von á barni. Í nýútgefnu youtubemyndskeiði deilir Mai því með aðdáendum sínum hvernig hún hefur upplifað það að stunda kynlíf með eiginmanni sínum á meðgöngunni.

Mai heldur úti vinsælli youtuberás, Hello Hunnay með Jeannie Mai. Áskrifendur eru rúmlega 703 þúsund talsins. Þar deilir hún ýmsu úr hversdagsleikanum en síðustu misseri hefur Mai verið opinská með óléttuna og allt tilheyrandi í gegnum miðilinn. Mai hafði aldrei ætlað sér að eignast börn, enda orðin 42 ára. Henni snerist þó hugur eftir að þau Jeezy fóru að stinga saman nefjum, en þau hafa verið saman síðan 2018.

Mai sagði að fyrstu þrír mánuðir meðgöngunnar hefðu reynst sér erfiðir. Sér hefði ekki liðið vel og litla sem enga löngun haft til kynlífsathafna. Aðalástæðan fyrir því hefði verið breyting á líkamslínum hennar. Hún hefði verið óörugg með sjálfa sig og hræðst að Jeezy myndi hætta að laðast að sér. New York Post greindi frá.

Miðað við það sem Mai segir í myndskeiðinu hefur kynhvötin aukist að nýju. „Partíið er byrjað aftur,“ sagði Mai. „Mín uppáhaldsstelling er að vera ofan á honum. Þá sé ég andlit hans og bumbuna. Ég elska það.“

mbl.is