Eva Dögg og Stefán Darri eiga von á barni

Eva Dögg og Stefán Darri eiga von á barni saman.
Eva Dögg og Stefán Darri eiga von á barni saman.

Jógakennarinn og heilsugúrinn Eva Dögg Rúnarsdóttir og Stefán Darri Þórsson handboltamaður eiga von á sínu fyrsta barni saman. Eva greindi frá óléttunni með fallegu myndbandi á Instagram. 

Í myndbandinu sýnir Eva þar sem hún komst að því að hún ætti von á barni með óléttuprófi. Hún sýnir svo Stefáni jákvæða prófið. Seinna sýna þau frá því hvernig þau sögðu fjölskyldumeðlimum sínum frá barninu. 

„Lítil kasjúhneta á leiðinni til okkar í maí. Við Stefán Darri erum að springa úr gleði!(....og ógleði),“ skrifar Eva. 

Þetta er fyrsta barn þeirra Evu og Stefáns saman en fyrir á hún tvö börn. Þau hafa verið saman í þrjú ár. 

Barnavefurinn óskar þeim innilega til hamingju!

mbl.is