Sjöunda barn Duggar-hjóna fætt

Duggar-hjónin ásamt börnum sínum. Þegar þessi mynd var tekin var …
Duggar-hjónin ásamt börnum sínum. Þegar þessi mynd var tekin var Madyson Lily ófædd. Skjáskot/Instagram

Raunveruleikastjörnurnar Josh og Anna Duggar eignuðust sitt sjöunda barn á dögunum. Fæddist þeim lítil stúlka sem hefur fengið nafnið, Madyson Lily. 

Í apríl, síðastliðnum, tilkynntu hjónin um komu barnsins en stuttu síðar var Josh Duggar ákærður fyrir vörslu á barnaklámi. Dómari í Arkansas ákvað að Josh þyrfti ekki að sitja bakvið lás og slá á meðan á rannsókn málsins stæði en þó lagði dómarinn það til að Josh fengi einungis að hitta börn sín undir eftirliti. Mál hans verður svo tekið upp í þessari viku en réttarhöldin munu fara fram þann 30. nóvember, næstkomandi. Samkvæmt fréttaveitunni Page Six gæti Josh átt yfir höfði sér allt að 20 ára fangelsisdóm ef hann verður fundinn sekur. 

Duggar-hjónin hafa viðhaldið ákveðnum stíl við nafngiftir barna sinna en öll sjö eiginnöfn þeirra byrja á bókstafnum M. Barnaskarann mynda þau Mackynzie, 12 ára, Michael, 10 ára, Marcus, 8 ára, Meredith, 6ára, Mason, 4 ára, Maryella, sem verður 2 ára í þessum mánuði og svo hin nýfædda Madyson. 


 

mbl.is