Spears er að hugsa um að eignast barn

Britney Spears á tvö börn en langar í það þriðja.
Britney Spears á tvö börn en langar í það þriðja. AFP

Söngkonan Britney Spears endurheimti sjálfræði sitt í síðustu viku og tók dómurinn strax gildi. Hún hefur fagnað frelsinu á ýmsa vegu en nú segist hún vera að hugsa um að eignast barn. Söngkonan verður fertug í desember. 

„Ég er að hugsa um að eignast annað barn,“ skrifaði Spears við mynd af tám barns og tám fullorðins einstaklings. „Ég velti fyrir mér hvort þetta sé stelpa... hún er á tánum að reyna að ná eitthvað, það er víst.“

Spears á tvo syni með fyrrverandi eiginmanni sínum, Kevin Federline. Aðeins er ár á milli þeirra Seans Prestons og Jayden sem eru fæddir í september 2005 og september 2006. Núna er Spears trúlofuð leikaranum Sam Asghari. mbl.is