Fertug og á von á barni nr. 2

Julia Stiles opinberaði óléttuna á rauða dreglinum fyrir kvikmyndina The …
Julia Stiles opinberaði óléttuna á rauða dreglinum fyrir kvikmyndina The Humans. AFP

Leikkonan Julia Stiles á von á sínu öðru barni með eiginmanni sínum Preston J. Cook. Leikkonan frumsýndi kúluna á rauða dreglinum fyrir kvikmyndina The Humans í New York á fimmtudag. 

Stiles klæddist svörtum rúllukragakjól og sást kúlan vel. Leikkonan er hvað þekktust fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni 10 Things I Hate About You, Silver Linings Playbook og Save The Last Dance auk fjölda kvikmynda. 

Fyrir eiga þau Cook soninn Strummer sem er fjögurra ára. Þau hafa verið saman síðan árið 2015 en þau kynntust við tökur á kvikmyndinni Blackway. Þau trúlofuðu sig 2016.

mbl.is