Átti erfitt með að venjast móðurhlutverkinu

Rosie Huntington-Whiteley og Jason Statham þegar Huntington-Whiteley var ólétt að …
Rosie Huntington-Whiteley og Jason Statham þegar Huntington-Whiteley var ólétt að þeirra fyrsta barni. AFP

Ofurfyrirsætan Rosie Huntington-Whiteley á von á sínu öðru barni með unnusta sínum, leikaranum Jason Statham. Fyrirsætan segir í viðtali við Porter að hún hafi átt erfitt með að venjast móðurhlutverkinu en sonur hennar kom í heiminn árið 2017. 

Huntington-Whiteley syrgði gamla lífið og fannst sjálfsmynd sín breytast á tímabili eftir að hún varð móðir. Hún fann fyrir tilfinningu sem líktist því einna helst að teppi hefði verið kippt undan henni. „Ég var mjög sjálfstæð í öll þessi ár og fékk að koma og fara eins og mig langaði, vann sjálfstætt að ákveðnu leyti, stjórnaði og var svo með einhvern sem stjórnaði heima hjá mér,“ sagði hún um hvernig lífið breyttist. 

Það tók hana tíma að venjast nýja lífinu og útskýrir hún það að hluta til með því að hún hafi starfað sem fyrirsæta. Sjálfsmynd hennar var byggð á líkama hennar og hvernig henni leið og leit út. Þegar hún loksins „steig inn í hlutverkið“, eins og hún orðar það, slaknaði á öllu. „Ég byrjaði að finna nýjan tilgang með lífinu. Og núna á fertugsaldri er sjálfsöryggið mun meira og getan til þess að taka ákvarðanir miklu meiri og ég efast ekki um mig,“ sagði Huntington-Whiteley hæstánægð með líf sitt.

Rosie Huntington-Whiteley árið 2017.
Rosie Huntington-Whiteley árið 2017. AFP
mbl.is