Drottningin viðstödd tvöfalda skírn

Elísabet II Bretlandsdrottning var viðstödd skírn hjá tveimur langömmustrákum sínum …
Elísabet II Bretlandsdrottning var viðstödd skírn hjá tveimur langömmustrákum sínum um helgina. TOLGA AKMEN

Elísabet II Bretlandsdrottning var viðstödd skírn hjá tveimur langömmubörnum sínum um helgina. Þetta er annar viðburðurinn á einni viku sem hún mætir til, en áður hafði hún þurft að boða forföll vegna tognunar í baki. 

Hin 95 ára drottning fór á Range Rover-bifreið í All Saints-kapelluna í Suðvestur-Lundúnum síðdegis í gær þar sem þeir frændurnir Ágúst og Lúkas voru skírðir. 

Ágúst Filippus er sonur Eugenie prinsessu og Jacks Brooksbanks en prinsessan er dóttir Andrésar Bretaprins. Lúkas litli er sonur Zöru og Mikes Tindalls, en Zara er dóttir Önnu prinsessu. 

Konungsfjölskyldan hélt litla athöfn í kapellunni fyrir vini og fjölskyldu.

Jack Brooksbank og Eugenie prinsessa með son sinn Ágúst sem …
Jack Brooksbank og Eugenie prinsessa með son sinn Ágúst sem fæddist í febrúar. AFP
Zara og Mike Tindall eignuðust soninn Lucas í mars.
Zara og Mike Tindall eignuðust soninn Lucas í mars. AFP
mbl.is