Situr fyrir með syni sínum

Laura Dern vinnur með tískurisanum Proenza Schouler.
Laura Dern vinnur með tískurisanum Proenza Schouler. AFP

Laura Dern situr fyrir í auglýsingaherferð Proenza Schouler og Mercedes Benz og sonur hennar Ellery Harper tekur líka þátt í herferðinni en hann er bæði fyrirsæta og tónlistarmaður. Umhverfismál eru þeim mjög hartfólgin.

Mæðginin eru sögð hafa heillast mjög af hugmyndafræðinni að baki hönnuninni sem þau eru að kynna. „Fötin eru bæði umhverfisvæn og kynhlutlaus og svo er bíllinn algjörlega rafknúinn,“ segir Dern í viðtali við The Sunday Times.

„Komandi kynslóð, þar með talin börnin mín, mun ekki velja lúxusvarning nema það hafi jákvæð áhrif á jörðina og það er ánægjulegt að sjá tískuhús á borð við Proenza Schoulder og Stellu McCartney leiða þessa breytingu til hins betra.“

Dern segir að börn hennar haldi henni á tánum.

„Þú veist ekki helminginn. Guði sé lof fyrir þessa ungu kynslóð sem lætur okkur eldra fólkið skammast sín þangað til við loksins breytum okkar lifnaðarháttum til hins betra. Ég trúi því að til þess hafi þau fæðst. Hver athugasemd frá þeim fær okkur til þess að horfa á málin frá öðrum hliðum.“ 

mbl.is