Eignuðust sjötta barnið eftir erfiðleika

James og Kimberly Van Der Beek eignuðust soninn Jeremiah.
James og Kimberly Van Der Beek eignuðust soninn Jeremiah. Skjáskot/Instagram

Dawson's Creek-leikarinn James Van Der Beek og eiginkona hans Kimberly eignuðust sjötta barn sitt nú á dögunum. Hjónin hafa gengið í gegnum mikla erfiðleika og hún misst fóstur fimm sinnum. 

Van Der Beek deildi gleðifréttunum með fylgjendum sínum á Instagram í gær en litli drengurinn hefur fengið nafnið Jeremiah. Í færslunni segir hann að þau hafi orðið dauðskelkuð þegar þau vissu að von væri á litla drengnum eftir að hafa misst fóstur tvisvar í röð eftir 17. viku. Þau hafi því ákveðið að halda meðgöngunni leyndri. 

Fyrir eiga þau fimm börn, ellefu ára og yngri, þau Joshua, Gwendolyn, Emiliu, Annabel og Oliviu.

Kimberly fæddi soninn heima á búgarði þeirra en þau fluttu nýverið til Texas. 

mbl.is