Gefur lítið fyrir atvinnumissi vegna slitfara

Ashley Graham hefur litlar áhyggjur af því að hún muni …
Ashley Graham hefur litlar áhyggjur af því að hún muni ekki hafa vinnu, þótt slitför prýði líkama hennar. AFP

Fyrirsætan Ashley Graham hefur litlar áhyggjur af því að slitför á líkama hennar muni hafa áhrif á starfsferil hennar. Graham, sem nú gengur með tvíburadrengi, svaraði athugasemd fylgjanda síns í kaldhæðni þegar hann óskaði henni velfarnaðar og vonaði að hún missti ekki vinnunna. 

„Ég eignaðist tvíbura en fékk engin slitför. Vona að þetta hafi ekki áhrif á ferilinn þinn,“ skrifaði fylgjandinn við myndaseríu Graham á Instagram þar sem meðal annars má sjá slitför á kvið hennar. 

Graham birti skjáskot af athugasemdinni og svaraði: „Guð, vonandi mun ég enn hafa ferilinn minn með slitförin.“ Bætti hún nokkrum lyndistáknum af andliti að ranghvolfa í sér augunum. 

Graham hefur í gegnum tíðina birt slitförin óhrædd. Hún fékk slit á kvið, mjaðmir og rass þegar hún gekk með sitt fyrsta barn. 

Skjáskot/Instagram
mbl.is