Raggi Sig og Elena eiga von á barni

Ragnar Sigurðsson og Elena Bach eiginkona hans eiga von á …
Ragnar Sigurðsson og Elena Bach eiginkona hans eiga von á barni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Knattspyrnumaðurinn Ragnar Sigurðsson og eiginkona hans Elena Bach eiga von á sínu öðru barni saman. Elena birti bumbumyndir á instagramsíðu sinni í gær þar sem óléttukúlan var greinileg og setti hún einnig inn lyndistákn af fjögurra manna fjölskyldu.

Fyrir eiga þau Elena og Ragnar eina dóttur, Míu, en Ragnar á einn son fyrir.

Ragnar lék um árabil með íslenska karlalandsliðinu í fótbolta en hefur ekki verið valinn í liðið að undanförnu. Hann hefur verið sakaður um að hafa gengið berserksgang á heimili sínu og þáverandi eiginkonu sinnar í júlí árið 2016, kvöldið eftir að landsliðið kom heim af EM í knattspyrnu. Ragnar lék með Fylki í sumar en hann sneri heim úr atvinnumennsku erlendis í júlí. Þá lék hann með úkraínska liðinu Rukh Lviv en hefur einnig spilað með liðum í Danmörku, Rússlandi og á Englandi. 

Ragnar og Elena giftu sig í október á síðasta ári en dóttir þeirra kom í heiminn í júní sama ár.

View this post on Instagram

A post shared by Elena Bach (@bach.elena.a)

mbl.is