Sonur Söru Bjarkar og Árna kominn með nafn

Sara Björk Gunnarsdóttir eignaðist barn í síðustu viku.
Sara Björk Gunnarsdóttir eignaðist barn í síðustu viku. mlb.is/Eggert Jóhannesson

Landsliðskon­an í fót­bolta Sara Björk Gunn­ars­dótt­ir og fót­boltamaður­inn Árni Vil­hjálms­son eru búin að nefna son sinn sem kom í heiminn hinn 16. nóvember. Nýbökuðu foreldrarnir greina frá nafni frumburðarins á Instagram í dag. 

„Prinsinn okkar fékk nafnið Ragnar Frank Árnason og er viku gamall í dag,“ skrifa þau bæði og birta einnig tilkynningu á ensku. 

Ásamt því að vera fyrirliði íslenska landsliðsins er Sara Björk leikmaður Lyon í Frakklandi. Hún stefnir aftur í atvinnumennsku eftir fæðingarorlof. „Ég hef alltaf verið í lík­am­lega góðu formi og von­andi mun það hjálpa mér þegar ég sný aft­ur á knatt­spyrnu­völl­inn,“ sagði Sara Björk í Dagmálum í sumar. 

mbl.is
Loka