Gleðin breyttist í sorg hjá Jessie J

Jessie J greinir frá fósturmissi.
Jessie J greinir frá fósturmissi. Skjáskot/Instagram

Söngkonan Jessie J greinir frá fósturmissi í tilfinningaríkri færslu á Instagram. Söngkonan hafði ekki tilkynnt óléttuna opinberlega en hún hún tók ákvörðun um að eignast barn upp á eigin spýtur. 

„Í gærmorgun hló ég með vinkonu minni á meðan ég velti því fyrir mér hvernig ég ætti að komast í gegnum tónleikana mína í LA án þess að segja áhorfandaskaranum frá óléttunni,“ sagði Jessie J við myndafærsluna. Örlögin gripu þar inn í en síðdegis þann dag fór Jessie J í sónarskoðun þar sem enginn hjartsláttur fannst. Gleðin hafði skyndilega breyst í sorg. 

Jessie J er staðráðin í að koma fram á tónleikunum þrátt fyrir að vera yfirfull af sorg. Segist hún hafa þörf fyrir að syngja fyrir framan áhorfendur en tónleikahald hefur verið af skornum skammti síðustu tvö ár sökum heimsfaraldursins. Þá segist söngkonan einnig ákveðin í að láta fósturmissinn ekki brjóta framtíðarplönin alveg niður, hún muni reyna aftur síðar. 

„Ég ákvað að eignast barn upp á eigin spýtur. Mig hefur alltaf langað að eignast barn og lífið er stutt. Það að verða ólétt er kraftaverk og reynsla sem ég mun aldrei gleyma. Ég veit að ég fæ að upplifa það aftur.“

View this post on Instagram

A post shared by Jessie J (@jessiej)


  

mbl.is