Hjörtur og Bera eignuðust son

Hjörtur Hermannsson í forgrunni. Hann er orðinn faðir.
Hjörtur Hermannsson í forgrunni. Hann er orðinn faðir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hjörtur Hermannsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, og kærasta hans, Bera Tryggvadóttir, eignuðust dreng á mánudaginn. Þetta er fyrsta barn parsins sem býr á Ítalíu þar sem Hjörtur leikur knattspyrnu. 

Nýbökuðu foreldrarnir greindu frá fæðingu barnsins á samfélagsmiðlum sínum í gærkvöldi. Litli drengurinn hefur nú þegar fengið nafnið Högni. 

„22.11. 2021 mætti Högni Hjartarson í heiminn, við foreldrarnir gætum ekki verið ástfangnari,“ skrifa stoltir foreldrarnir á Instagram. 

Barnavefur mbl.is óskar Hirti og Beru til hamingju með soninn. 

mbl.is