Erfitt að vera frá börnunum yfir hátíðirnar

Jana Kramer segir það hafa verið erfitt að vera frá …
Jana Kramer segir það hafa verið erfitt að vera frá börnunum á þakkargjörðarhátíðinni. Skjáskot/Instagram

Leikkonan Jana Kramer segir það hafa verið gríðarlega erfitt að vera án barna sinna yfir þakkargjörðarhátíðina. Kramer á tvö börn með fyrrverandi eiginmanni sínum Mike Caussin en þau eyddu deginum hjá föður sínum. 

Kramer sótti um skilnað við Caussin fyrr á þessu ári og hefur sakað hann um framhjáhald. 

„Ég er ólýsanlega þakklát fyrir börnin mín. Mér er illt í hjartanu yfir að geta ekki verið með þeim í dag og ég held að hvort sem það er í fyrsta eða þrítugasta skipti sem ég er ekki með þeim yfir hátíðirnar, þá verði það alltaf sárt. En hversu þakklát er ég fyrir að vera mamma þeirra,“ skrifaði Kramer á Instagram. 

Hún sendi einnig hlýjar kveðjur til allra foreldra sem eyddu ekki hátíðinni með börnum sínum í ár. 

Kramer sótti um skilnað í apríl og gengu þau frá skilnaðinum í júlí. Saman eiga þau Caussin dótturina Jolie sem er fimm ára og soninn Jace tveggja ára.

View this post on Instagram

A post shared by Jana Kramer (@kramergirl)

mbl.is