Frumburðurinn heitir Prins

Aaron Carter er orðinn faðir. Hér sést hann mað nafn …
Aaron Carter er orðinn faðir. Hér sést hann mað nafn barnsmóður sinnar. skjáskot/Instagram

Tónlistarmaðurinn Aaron Carter varð nýlega faðir þegar hann og unnusta hans, Melanie Martin, eignuðust son. Sonur vandræðagemlingsins kom í heiminn með bráðakeisara og fékk nafnið Prince eða Prins eins og það útleggst á hinu ástkæra ylhýra. 

Litli drengurinn kom í heiminn með bráðakeisara en þá hafði Martin verið í 13 tíma að reyna að fæða drenginn. Carter greindi frá komu barnsins á lokuðum instagramaðgangi sínum að því er fram kemur á vef E!. Þar fylgdi sögunni að móðurinni heilsaðist vel og sagðist stjarnan ótrúlega stoltur af unnustu sinni. 

„Prince er dýrmætur,“ skrifaði hann einnig. „Mamma þín elskar þig og tár leka á símann minn.“

Áður en Carter og Martin áttu von á prinsinum sínum missti Martin fóstur. Auk þess að greina frá fósturlátinu í fyrrasumar birti Carter myndskeið af sér bíða eftir jákvæðu óléttuprófi á Instagram fyrr á árinu. 

mbl.is