Vill ekki tala um ófætt barnið

Jennifer Lawrence.
Jennifer Lawrence. AFP

Óskarsverðlaunaleikkonan Jennifer Lawrence á von á sínu fyrsta barni. Það er erfitt að vera ein frægasta leikkona í heimi en samt ætla sér að halda barninu fjarri kastljósi fjölmiðla. Lawrence ætlar samt að reyna hið ómögulega. 

Lawrence á von á barninu með eiginmanni sínum, listaverkasalanum Cooke Maroney. Hún sagðist ætla að halda þeim frá fjölmiðlum í forsíðuviðtali desemberútgáfu Vanity Fair. Leikkonan segist vera þakklát og spennt fyrir nýja hlutverkinu.

Leikkonan vill ekki tala um barnið. „Guð, ég get ekki talað um það. Farðu frá mér brjálæðingurinn þinn,“ segir Lawrence að hún myndi ekki segja í matarboði. Fjölmiðlar eru hins vegar annað mál.

„Eðlishvötin segir mér að vernda einkalíf þeirra það sem eftir er eins og ég get. Ég vil ekki að neinn bjóði sig velkominn í líf þeirra. Og mér líður eins og það byrji á því að ég haldi þeim frá þessum hluta af vinnu minni.“

Jennifer Lawrence á von á barni.
Jennifer Lawrence á von á barni. AFP
mbl.is